Humar í appelsínu
Þetta er einföld uppskrift sem kemur á óvart. Appelsínubragðið fer ótúrlega vel með sjávarafurðina.

Ingredients

16-20 humarhalar eða rækjur
50 g smjör
4 msk olía
6 hvítlauksgeirar , saxaðir
1 rautt chili , saxað
safi , úr einni appelsínu
1 msk steinselja , söxuð
Salt og pipar

Instructions

Hitið pönnu og setjið smjörið og olíuna út á. Þegar smjörið er næstum farið að brenna er humar, hvítlaukur og chili sett út í og steikt í 2-3 mín. Þá er appelsínusafa og steinselju bætt við og kryddað með salti og pipar. Smjörið er svo notað sem sósa. Berið fram með salati og brauði.
fiskur · kvöldmatur