All tags
baunir
brauð
chili
drykkir
eftirréttir
fiskur
Gnocchi
grískt
heilsunammi
hrísgrjón
icelandic
Ídýfur
Ís
kjúklingur
kökur
kvöldmatur
Lamb
Mexican
meðlæti
morgunmatur
nammi
pasta
pizza
pönnukökur
potato
risotto
skonsur
smákökur
sósur
súpur
Kjötsúpa
Kjötsúpan íslenska er ein næringarríkasta og bragðbesta máltið sem þú getur gert. Þetta er fullkominn matur á köldum degi eða þegar þú ert veikur en virkar raunverulega alltaf. Þessi súpa er alltaf gerð í minni fjölskyldu þegar tekið er á móti fólki sem er að koma til baka heim frá útlöndum.
Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara við að gera súpuna og fer eftir fjölskylduhefð hvað er helst kosið. Ég kann best við hreinlegan vökva svo ég sleppin hrísgjónum og súpujurtum í pakka, en margir bæta því við ef súpan á að vera þykk og matarmikil.
Ingredients
Lambakjöt 1 kgVatn 2 L
Kjúklingakraftur
Laukur 2 stk
Steinselja 3 msk
Græn paprika 0,5 stk
Blómkál 0,25
Gulrætur 4 stk
Gulrófa 500 gr
Kartöflur 3 stk
Salt
Pipar
Instructions
Byrjaðu á að setja kjötið í pott og hita að suðumarki. Taktu svo kjötið og settu í nýjan pott. Tilgangurinn með þessu er að taka burtu blóðið og önnur óhreinindi úr kjötinu áður en súpan er búin til.Settu nú kjötið í pott og og raðaðu lauknum heilum með. Skerðu blómkálið gróft, sneyddu gulræturnar, saxaðu paprikuna og steinseljuna og bættu öllu í pottinn.
Hellið vatninu yfir og bætið við kjúklingakraftinum. Ef krafturinn er í vökvaformi fyrir þá minnka vatnið í samræmi svo það verði 2L.
og látið suðuna koma vel upp. Látið allt malla saman við vægan hita í allavega 40-50 mínútur.
Bættu við pipar og salti eftir þörf. 1 tsk er gott viðmið en best er að smakka súpuna þegar hún er búin að sjóða í smá stund og bæta svo salt og pipar þannig að það bragðist vel.
Kartöflur og rófa er soðin í sér potti og bætt við súpuna þegar hún er tilbúin. Skerðu rófuna í stóra bita en kartöflurnar eru svoðnar heilar. Best er að flysja kartöflurnar eftir að þær eru tilbúnar en það er ekki nauðsynlegt, sumir vilja hafa flusið með.
Borið fram í súpuskál eitt og sér. Geymist vel og er best daginn eftir. Frystist líka vel.