Piparsósa

Ingredients

Smjörlíki 50gr
Hveiti 50gr
Nautasoð eða kjötkraftur í vat 6dl
Rjómi 1dl
Svartur pipar, grófmulinn 1tsk
Grænn pipar, grófmulinn 1tsk
Rósapipar, grófmulinn 1tsk
Sinnep, sætt 1,5tsk
Tabasco sósa 3dropar
Salt

Instructions

Bræðið smjörlíkið og búið til smjörbollu með því að bæta
hveitinu saman við. Hellið soðinu hægt í pottinn og þeytið á
milli þannig að ekki myndist kekkir. Látið suðuna koma hægt
upp og hrærið í öðru hvoru. Bætið því næst piparnum og
rjómanum í og látið krauma í nokkrar mínútur til viðbótar,
bætið þá sinnepinu og Tabasco sósunni út í. Setjið lok á
pottinn og látið standa í eina klukkustund, smakkið þá til
sósuna kryddið með salti og pipar eftir smekk og bætið
sósulit út í.

Góð ráð:
Þessa sósu má einnig laga úr tilbúnum piparblöndum sem
fást í verslunum en þá þarf að nota aðeins meira magn en
gefið er upp í uppskriftinni. Tilgangurinn með því að láta
sósuna standa í klukkutíma eftir að hún er löguð er að þá
samlagast piparinn sósunni og gefur henni fyllra bragð.
Einnig er mjög gott að bæta sósuna með smá slettu af
koníaki.