All tags
baunir
brauð
chili
drykkir
eftirréttir
fiskur
Gnocchi
grískt
hrísgrjón
icelandic
Ídýfur
Ís
kjúklingur
kökur
kvöldmatur
Lamb
Mexican
meðlæti
morgunmatur
nammi
pasta
pizza
pönnukökur
potato
skonsur
smákökur
sósur
súpur
Humarsúpa
Ingredients
Humar í skel 500grFiskiteningar 3stk
Gulrætur, meðal stórar 3stk
Hvítlauksrif 2stk
Vatn 2L
Laukur 1stk
Paprika, græn 1stk
Rjómi eða matreiðslurjómi 1L
Sósuþykkir, ljós
Smjör til að steikja skeljarna
Instructions
-- Mjög góð súpa, frábær leið til að elda ódýran, frosinnannarsflokks humar. --
Aðferð: Skelflettið og hreinsið humarinn. Brúnið skelina í
potti ásamt hvítlauknum við vægan hita. Bætið vatni, gróft
skornum lauk, papriku og gulrótum út í og látið krauma í 10
tíma.
Sigtið soðið og bætið fiskikrafti út í. Þykkið soðið með ljósum
sósuþykki eftir smekk og bætið svo rjómanum saman við. 15
mín áður en súpan er borin fram er humarinn settur út í.
Passið að súpan sjóði ekki eftir það, humarinn á bara að hitna
í gegn.
Framreiðsla: Berið þessa ljúffengu súpu fram með
hvítlauksbrauði sem fengið hefur að hitna í ofni á meðan
humarinn verður til.
Hollráð: Hægt er að útbúa soðið með nokkrum fyrirvara og
geyma í frysti.