Majoens

Ingredients

Eggjarauður 2
Salt 0,25-0,5 t
Hvítur pipar 1/8 tsk
Sinnep 1/2 tsk
Sítrónusafi 1 tsk
Olía (td. ólífu) 2-3 dl

Instructions

Notið skál með hvelfdum botni og hrærivél eða
rafmagnsþeytara eða tætara (blender, mixer). Egg og olía
verða að hafa sama hitastig (um 15°C). Þeytið eggjarauður
með salti. Þeytið kryddi og ediki út í eggjarauðurnar og
olíunni í dropatali fyrst en síðan í mjórri bunu. Majónesið
þykknar eftir því sem olían bætist í.