Íslensk kjötsúpa
Þessi súpa er alltaf gerð í minni fjölskyldu þegar tekið er á móti fólki sem er að koma til baka heim frá útlöndum.

Ingredients

Vatn 2 L
Súpukjöt, mesta fitan skorin a 1 kg
Salt 1 tsk
Svartur pipar 1 tsk
Teningar lambakjötskraftur 2 stk
Steinselja, söxuð fersk 3 msk
Græn paprika, söxuð 0,5 stk
Blómkálshöfuð, skorið gróft 0,25
Gulrætur, meðalstórar sneiddar 4 stk
Laukar, meðalstórir heilir 4 stk

Í sér potti
Gulrófa, skorin í stóra bita 500 gr
Kartöflur 5 stk

Instructions

Setjið kjötið í pott og og raðið lauknum heilum með.
Bætið salti, pipar og kjötkrafti.
Setjið gulrótarsneiðarnar og skessujurtina.
Að síðustu paprikuna og hvíkálið.
Hellið vatninu yfir og látið suðuna koma vel upp.

Látið allt malla saman við vægan hita í 40-50 mínútur, eða lengur eftir smekk.

Sjóðið rófur og kartöflur sér í potti og blandið saman við súpuna að lokum.
soups · icelandic