Skúffukaka

Ingredients

4 bollar hveiti
3 bollar sykur
2 bollar súrmjólk eða (1 1/2 bolli mjólk)
200 gr brætt smjörlíki
2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
4 msk (sléttar) kakó
2 egg
1 1/2 tsk vanilludropar

Súkkulaðikrem:

100 gr brætt smjör (helst ekki líki en er alveg í lagi)
2 msk vatn
2 msk kakó
300 gr flórsykur
1 eggjarauða

Instructions

Blandið hráefnunum saman hrærivél. Ekki hræra of lengi!
Munið að ef þið hrærið of lengi þá verða kökurnar seigar
þannig að gullni meðalvegurinn er fínn.

Deiginu er hellt í ofnskúffu og bakað í miðjum ofni í 1 klst. við
175-180 gráður.

Pikkið í kökuna til að kanna hvort að hún sé ekki öll
bökuð.Bíðið í ca. 1 klst með að setja kremið á kökuna.

Súkkulaðikremið:

Bræðið smjörið í potti við lágan hita. Setjið vatnið og sigtað
kakóið saman við og hrærið. Eggjarauðan sett saman við og
hrært strax og svo sigtaður flórsykurinn. Hrært vel saman og
smurt á kökuna þegar hún er orðin nógu köld. Kókosmjöli
stráð yfir, magn eftir smekk. Mér finnst best að hafa mikið
kókosmjöl.

Verði ykkur að góðu, krakkarnir verða ánægðir með þessa.
Frábært að setja hana inn þegar verið er að þrífa og skella
kreminu á þegar þrifin eru búin. Gott að setjast niður og fá
sér góða kökusneð með kaldri mjólk eftir tiltektina.